KC án Sólskinssveitarinnar Freisting Gillettes
Er Gillette hafði lengi af hugviti starfað leit hann árangur erfiðis síns.

Og sjá: Fyrsta lausblaðarakvélin.

Og Gillette mælti:
Þessi uppgötvun mín mun verða mannkyni öllu til mikillar blessunar því aldrei framar þarf hrjúfur karlmannsvangi að skrapa mjúka konukinn meðan hennar nýtur við. Mun ég selja rakvélina dýrt enda er hún úr ryðfríu stáli og varir að eilífu. En blöðin sel ég fyrir skít og ekkineitt.

Þá kom djöfullinn til Gillettes, freistaði hans og mælti:
Gefðu þeim andskotans sköfuna en okraðu á blöðunum og þá verðurðu auðugur maður.

Og Gillette lét freistast.


Vefstóll